Stefna Íslandsbanka er að greiða eigendum 40-50% í arð af hagnaði fyrirtækisins. Í upplýsingum frá Íslandsbanka kemur fram að eiginfjárstaða bankans sé sterk og því gætu skapast tækifæri til arðgreiðslna umfram hefðbundna arðgreiðslustefnu.

Líklegt er að það verði til umræðu á næsta aðalfundi bankans. Ríkissjóður Íslands er eini eigandi Íslandsbanka.

Telur fjármálastjóri Íslandsbanka líklegt að einhver áhugi væri á því að aukið yrði við arðgreiðslur, vegna þess að í fjárlögum var gert ráð fyrir sölu eigna, sem ekki verður úr.

Rekstur bankans heldur áfram að styrkjast samkvæmt árshlutauppgjöri.