*

miðvikudagur, 20. mars 2019
Innlent 11. janúar 2019 20:21

Monerium sækir sér 240 milljónir

Íslenska tæknifyrirtækið Monerium hefur sótt sér aukið hlutafé.

Ritstjórn
Starfsfólk Monerium.
Aðsend mynd

Íslenska tæknifyrirtækið Monerium hefur sótt sér aukið hlutafé. Íslenski fjárfestingarsjóðurinn Crowberry Capital leiddi fjárfestinguna en aðrir fjárfestar eru tæknifyrirtækið ConsenSys, og fjárfestingafélagið Hof Holdings sem er í eigu bræðranna Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona. Með þessu hefur félagið sótt sér tvær milljónir dollara í hlutafé, um 240 milljónir króna.

Monerium segir að féð verði nýtt til þess að efla félagið og vinna að frekari vexti. Félagið hefur sótt um starfsleyfi sem fjármálafyrirtæki innan EES svæðisins.

Monerium þróar lausnir og þjónstur sem nýta bálkakeðjur til að stunda hefðbundna fjármálaþjónustu. Það var stofnað af Gísla Kristjánssyni, Hirti Hjartarsyni, Jóni Helga Egilssyni og Sveini Valfells, sem er jafnframt forstjóri fyrirtækisins.