Árvakur sem er útgefandi Morgunblaðsins sem og miðlanna mbl.is og K100, tapaði 284 milljón króna á síðasta ári samanborið við 50 milljóna króna tap árið 2016. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

Af­koma fyr­ir fjár­magnsliði, skatta og af­skrift­ir var nei­kvæð um 93 millj­ón­ir króna, en var já­kvæð um 99 millj­ón­ir árið á undan.

Eig­in­fjárstaða er sögð sterk en eig­in­fjár­hlut­fallið var 39% í lok síðasta árs. Þá var ný­lega lokið við hluta­fjáraukn­ingu upp á 200 millj­ón­ir króna.

Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri Árvakurs, segir að samkeppnin við Rúv hafi farið harðnandi vegna aukinna umsvifa þess. Þá hafi erlend samkeppni einnig harðnað mjög.

„Þar keppa inn­lend­ir miðlar við er­lenda miðla sem búa við allt aðrar aðstæður, svo sem í skatta­legu til­liti og í tæki­fær­um til aug­lýs­inga­sölu. Enn­frem­ur hef­ur launa­kostnaður hér á landi hækkað ört og fyr­ir fyr­ir­tæki þar sem sá liður veg­ur lang­sam­lega þyngst í rekstr­in­um, þá er óhjá­kvæmi­legt að það hafi veru­leg áhrif. Hluti af tapi síðasta árs staf­ar þó einnig af því að við erum að byggja upp nýja starf­semi og sú upp­bygg­ing hef­ur kostað tölu­vert fé, en við ger­um ráð fyr­ir að hún muni skila sér í aukn­um tekj­um, meiri hag­kvæmni og já­kvæðri af­komu,“ segir Haraldur Johann­essen, fram­kvæmda­stjóri Árvak­urs.