*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 19. september 2018 14:00

Morgunfundur um íslenska ferðaþjónustu

Sérfræðingar hjá Arion munu fara yfir rekstrarumhverfi flugfélaga, stöðuna á íslenskum hótelmarkaði og mikilvægi ferðaþjónustunnar.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar Arion banka.
Haraldur Guðjónsson

Greiningardeild býður til morgunfundar um íslenska ferðaþjónustu þriðjudaginn 25. september í Arion banka, Borgartúni 19. 

Sérfræðingar Greiningardeildar munu fara yfir rekstrarumhverfi flugfélaga, stöðuna á íslenskum hótelmarkaði og mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarbúið. Ný ferðamannaspá verður kynnt og velt upp helstu áskorunum sem greinin stendur frammi fyrir. 

Dagskrá fundarins: 

8:15 Léttur morgunverður

8:30 Fundur settur

Elvar Ingi Möller

Mjúk- eða magalending?

Þorsteinn Andri Haraldsson

Hóteluppbygging á Íslandi: Fórum við fram úr okkur?

Erna Björg Sverrisdóttir

Klukkan slær tólf, Öskubuska