*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Innlent 3. nóvember 2011 10:21

MP banki má eiga Alfa

Fjármálaeftirlitið heimilar kaup MP banka á Alfa verðbréfum.

Ritstjórn
Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að MP banki sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í Alfa Verðbréfum, sem nemur svo stórum hluta að Alfa Verðbréf verði dótturfélag bankans. Þetta kemur fram á heimasíðu FME.

MP banki keypti Alfa verðbréf í júní síðastliðnum. Þá varð Sigurður Atli Jónsson forstjóri MP, en hann var áður forstjóri Alfa. Við starfi hans hjá Alfa tók Gunnar Karl Guðmundsson.

MP hefur síðan þá keypt fleiri fjármálafyrirtæki. Bankinn keypti fyrirtækjaráðgjöf Saga Capital í ágúst og Júpíter, rekstrarfélag verðbréfasjóða, undir lok síðasta mánaðar.

Stikkorð: MP Banki Alfa verðbréf
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim