Frumkvöðullinn Jón von Tetzchner hefur nú gefið út vafra í annað sinn á ævinni. Hann er líka stórtækur í fjárfestingum en segir mikilvægt að fjárfesta í hlutum sem maður hafi gaman af.

Er gott að vera með nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi í dag?

„Ég held að það sé bara mjög gott. Það er talsvert af duglegu fólki hérna sem kann tölvunarfræði, sem er það sem ég einbeiti mér mest að. Innan tölvunarfræðinnar hefur þú fólk sem er mjög klárt og við erum auðvitað búin að sjá skemmtileg fyrirtæki koma út úr landinu.“

Ef sínum eigin fjárfestingum nefnir Jón eignarhlut sinn í mjólkurbúinu Örnu. Það sé lítið fjölskyldufyrirtæki sem sé í samkeppni við ríkisverndaða einokun, en hann telur svigrúm til úrbóta á þeim markaði.

„Ég held það sé augljóst að þarna þurfi keppinauta á markaðinn. Lítið fyrirtæki, eins og litla Arna á Vestfjörðum, kemur inn og býr til vörur sem MS hafði ekki búið til. Af einhverjum ástæðum ákvað MS síðan að búa til sömu vörur og Arna, áður en þær komu á markað. Hvernig vissi það af því? Auðvitað út af því að Arna þurfti að fá hráefnið frá MS.“

Jón er í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .