*

laugardagur, 25. maí 2019
Innlent 14. nóvember 2018 16:50

Vill vita hvað varð um neyðarlánið

Katrín hef­ur í hyggju að óska eft­ir því við Seðlabank­ann að hann óski svara frá Kaupþingi.

Ritstjórn
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Haraldur Guðjónsson

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra mun fara fram á að Seðlabankinn óski svara frá Kaupþingi um hvernig hann ráðstafaði 500 milljóna evra neyðarláni sem bankinn fékk þann 6. október 2008.

Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Jóns Steindórs Valdórssonar, þingmanns Viðreisnar.

„End­ur­heimt­ur láns­ins nema í dag tæp­lega tveim­ur millj­örðum danskra króna. Það sam­svar­ar um 260 millj­ón­um evra eða 52% af upp­haf­legu láni. Ekki ligg­ur fyr­ir end­an­leg niðurstaða um end­ur­heimt­ur og lík­legt að eitt­hvað inn­heimt­ist í viðbót,“ kem­ur fram í svari sem Seðlabank­inn sendi for­sæt­is­ráðuneyt­inu vegna fyr­ir­spurn­ar Jóns.

Katrín hef­ur í hyggju að óska eft­ir því við Seðlabank­ann að hann óski svara frá Kaupþingi um ráðstöf­un um­ræddra fjár­muna.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim