Föstudagur, 27. nóvember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mun Oddný siða strákana á þinginu til?

Huginn og muninn
15. september 2012 kl. 07:35

Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra, kynnir fjárlagafrumvarp ársins 2013 þann 11.09.12.

Fjármálaráðherra gæti haldið sömu ræðu yfir körlunum í þinginu - sem fá sér saman í nefið – og hún hélt yfir blaðamönnum í vikunni.

Eins og fram kom í vikunni ætlar Oddný Harðardóttir að tvöfalda gjöld á neftóbakið alræmda til að draga úr neyslu.

Á blaðamannafundi sagðist hún vona að viðstaddir notuðu ekki neftóbak og hélt langa tölu um skaðsemi tóbaksins.

Næst gæti Oddný flutt svipaða ræðu í sölum Alþingi þar sem hinn gamli siður, að stjórnarliðar jafnt sem stjórnarandstæðingar stingi saman nefjum og fá sér í nefið, er í heiðri hafður. Bræðralagið nær þá hámarki.

Oddný gæti meðal annars beint orðum sínum að Össuri Skarphéðinssyni, Steingrími J. Sigfússyni, Árna Þór Sigurðssyni, Ásbirni Óttarssyni, Einari K. Guðfinnssyni, Jóni Gunnarssyni, Sigurði Inga Jóhannssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sannkallaður neftóbaksflokkur Allt
Innlent
Erlent
Fólk