Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hefur tilkynnt Evrópusambandinu að Tyrkland muni ekki verða að óskum sambandsins um breytt hryðjuverkalög. „Við munum fara okkar leið, þið getið farið ykkar" sagði Erdogan í sjónvarpsviðtali.

Sambandið krefst þess að Tyrkir þrengi lagalega skilgreiningu sína á hryðjuverkum svo lögin verði samhljóma viðmiðum ESB. Erdogan hefur hinsvegar tekið fyrir það og segir þjóðina búa við alvarlega hryðjuverkaógn og lögin séu því nauðsynleg.

Lögin hafa verið harðlega gagnrýnd af mannréttindasamtökum og segja margir að stjórnvöld hafi ítrekað beitt þeim gegn  fjölmiðlafólki, fræðimönnum og öðrum sem ekki hafa reynst hliðhollir stjórnvöldum í skoðunum sínum.

Lagabreytingin er ein af fimm skilyrðum sem ESB setti fram gegn því að Tyrkir fái að ferðast án vegabréfsáritana innan aðildaríkja sambandsins.