*

þriðjudagur, 22. janúar 2019
Erlent 11. október 2018 09:03

Murdoch tekur við af Musk

James Murdoch, fráfarandi forstjóri 21st Century Fox, mun líklega taka við af Elon Musk sem stjórnarformaður Tesla.

Ritstjórn
James Murdoch, fráfarandi forstjóri Fox.

James Murdoch, fráfarandi forstjóri 21st Century Fox, mun líklega taka við af Elon Musk sem stjórnarformaður rafbílaframaleiðandans Tesla í næsta mánuði. Þetta kemur fram á vef Financial Times.

Musk samþykkti að segja sig úr stjórnarformennsku fyrirtækisins í samningi sem hann gerði við verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna í kjölfar þess að hann var sakaður um að hafa brotið verðbréfalög með Twitter-færslu sinni. Þó svo að hann muni segja af sér stjórnarformennsku mun hann áfram starfa sem forstjóri fyrirtækisins. 

Í kjölfar umfjöllunar Financial Times tilkynntii Musk á Twitter síðu sinni að fréttatmiðillinn færi rangt með staðreyndir og Murdoch muni ekki vera sá sem taki við af honum. 

Murdoch mun láta af störfum sem forstjóri 21st Century Fox þegar fjölmiðlasamsteypan hefur lokið sölu á ýmsum eignum sínum til Walt Disney. Hann lét einnig nýverið af störfum sem stjórnarformaður Sky sjónvarpsstöðvarinnar.

Musk mun þurfa að skipa nýjan stjórnarformann fyrirtækisins fyrir miðjan nóvember næstkomandi. 

Stikkorð: James Murdoch Tesla Elon Musk