Nýjasta uppfinning Elons Musk, handhægar eldvörpur hafa selst fyrir meira en 4 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur 403 milljónir íslenskra króna. en hér má sjá myndband af honum sýna nýja tækniundrið, sem virðist heimilt að selja á almennum markaði í Bandaríkjunum.

Félag hans, The Boring Company, selur eldvörpurnar á um 500 dali hverja, en hann segir að á þrem klukkutímum frá því að kvöldi 27. janúar og fyrstu klukkustunda sunnudagsins 28. janúar, það er í gær seldi hann yfir 1.000 eintök. Á sunnudeginum, náði hann að selja 2.000 eintök til viðbótar og í heildina hefur hann náð að selja 7 til 8 þúsund stykki.

Í heildina býður Musk til sölu 20 þúsund stykki, en hann hafði áður lofað því að setja eldvörpurnar á sölu ef hann næði að selja 50 þúsund hatta merktum The Boring Company að því er síðan The Verge segir frá.