Endurskoðunarfyrirtækið PwC stóð á föstudaginn í síðustu viku fyrir morgunverðarfundi um ábyrgð stjórnenda og endurskoðenda á ársreikningum fyrirtækja. Fjórir fyrirlesarar héldu framsögu um málefnið. Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður fór yfir lög og reglur sem gilda um ábyrgð endurskoðenda, Vignir Rafn Gíslason, endurskoðandi hjá PwC, fjallaði um hlutverk og stöðu endurskoðenda á Íslandi, María Sólbergsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Auði Capital, fór yfir sjónarmið stjórnandans á hlutverki endurskoðandans, og Rune Lædre, endurskoðandi hjá PwC í Noregi, fór yfir reynslu endurskoðenda í Noregi.

PWC Endurskoðun
PWC Endurskoðun
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Morgunverðarfundurinn var vel sóttur og fengu ekki allir sæti sem vildu. Stækka má myndirnar með því að smella á þær.

PWC Endurskoðun
PWC Endurskoðun
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Vilhjálmur Bjarnason fylgdist grannt með umræðum, enda áhugamaður um ábyrgð stjórnenda á ársreikningum.

PWC Endurskoðun
PWC Endurskoðun
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Vignir Rafn Gíslason, endurskoðandi hjá PwC, fór m.a. yfir þær upplýsingar, sem endurskoðendur þurfa að byggja á en hafa ekkert með að gera, eins og reikninga hlutdeildarfélaga.

PWC Endurskoðun
PWC Endurskoðun
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Kristinn Kristjánsson, endurskoðandi hjá PwC, var meðal þeirra sem fylgdust með af athygli.