Creditinfo veitti framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningar á Hilton Reykjavík Nordica í dag fyrir rekstrarárið 2015, að viðstöddum nýjum fjármála- og efnahagsráðherra, Benedikt Jóhannessyni. Í ár fengu 624 fyrirtæki viðurkenningu, um 1,7% allra skráðra fyrirtækja á Íslandi. Þau fyrirtæki sem komast á lista framúrskarandi fyrirtækja eiga það sameiginlegt að vera með sterkar stoðir og stöðugleika í sínum rekstri. Þau eru jafnframt líkleg til að efla hag hluthafa og fjárfesta. Fjármálaráðherra afhenti Þorbirni hf., Fálkanum hf. og Grillmarkaðnum hf. sérstakar viðurkenningar. Samstarfsaðilar Creditinfo hf. um Framúrskarandi fyrirtæki eru Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar- og þjónustu, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra  ávarpaði gesti og talaði um mikilvægi gegnsæis og trausts og lagði hann áherslu á að slíkt ætti ekki eingöngu við í ríkisrekstri heldur einnig viðskiptalífinu almennt. „Til þess að viðskipti gangi greitt fyrir sig verður traust að ríkja. Skilvirkni næst með því að ryðja úr vegi viðskiptahömlum hvar sem þær kunna að vera og hvaða nafni þær nefnast. Þessi þekking verður æ mikilvægari eftir því sem hagkerfi heimsins tvinnast betur saman með viðskiptum,“ sagði fjármálaráðherra.

Auk ráðherra flutti Tómas Á. Tómasson, stofnandi og eigandi Hamborgarabúllu Tómasar, barráttuljóð og sagði jafnframt að stjórnendur ættu „aldrei, aldrei, aldrei að gefast upp, þolinmæði er lykillinn að paradís“. Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, sagði einnig við þetta tilefni: „Það er mjög jákvætt að sjá að hagur íslenskra fyrirtækja fer batnandi og að meðaltalsarðsemi eigin fjár hefur aukist og eiginfjárhlutfall hefur hækkað. Enn fremur er ánægjulegt að verðlauna fyrir nýsköpun hjá rótgrónu fyrirtæki en hún skiptir sköpum hvað varðar framþróun og samkeppnishæfni fyrirtækja, ekki bara nýsköpunarfyrirtækja“.

Viðskiptablaðið gaf jafnframt út fylgiblaðið Framúrskarandi, 26. janúar. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)