Marel fagnaði í gær að félagið hefur verið skráð á hlutabréfamarkað í 25 ár. Saga Marel hefur verið ævintýri líkust, en félagið hefur notið nær samfelldrar velgengni alla sína tíð segir í frétt á facebooksíðu kauphallar Nasdaq Iceland.

Félagið er fyrirmynd annarra nýsköpunarfyrirtækja hér á landi; byrjaði sem lítið sprota- og nýsköpunarfyrirtæki í bílskúr eins og svo mörg önnur, en hefur orðið að glæsilegu og risastóru hátæknifyrirtæki, með um 5100 starfsmenn um allan heim, þar af 600 hér á landi. Félagið er gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskan hlutabréfamarkað, enda okkar verðmætasta félag segir þar jafnframt.

Við skráningu árið 1992 var velta félagsins um 410 milljónir, en nú 25 árum síðan um 130 milljarðar. Hlutabréfamarkaðurinn hefur stutt við vöxt félagsins og hjálpað því að dafna og fjárfestar hafa í gegnum tíðina notið góðs af veru Marel á markaði.

Velgengni Marel er engin tilviljun, félagið er mjög framsækið og er í raun á undan sinni samtíð. Samfélagsleg ábyrgð er kjarninn í starfsemi félagsins, en sá árangur sem starfsmenn hafa náð með nýsköpun sinni hefur hjálpað öðrum fyrirtækjum og fólki að ná betri tökum á sinni vöru, þar sem m.a. minni sóun og betri vinnuaðstaða hefur verið í forgrunni.

Saga Marel er hvatning fyrir smærri fyrirtæki - öll fyrirtæki voru einhverntímann lítil áður en þau urðu stór. Hún er líka dæmi um hvernig markaðurinn getur stutt við nýsköpunarfélög og við vonumst til að sjá mörg svona ævintýri gerast á markaðnum. Við erum alveg sérlega stolt af fyrirtækinu og hvernig það hefur staðið sig á markaði. Við óskum þeim áframhaldandi velfarnaðar og hlökkum til að starfa með þeim í framtíðinni.

Marel 1
Marel 1
© BIG (VB MYND/BIG)

Ásthildur Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel

Marel 3
Marel 3
© BIG (VB MYND/BIG)

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel

Marel 2
Marel 2
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Marel 4
Marel 4
© BIG (VB MYND/BIG)

Nokkrir gestir, fremst Linda Jónsdóttir, fjármálastjóri Marel.

Marel 5
Marel 5
© BIG (VB MYND/BIG)

Marel 6
Marel 6
© BIG (VB MYND/BIG)

Marel 7
Marel 7
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Marel 8
Marel 8
© BIG (VB MYND/BIG)

Marel 9
Marel 9
© BIG (VB MYND/BIG)

Marel 10
Marel 10
© BIG (VB MYND/BIG)

Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland

Marel 11
Marel 11
© BIG (VB MYND/BIG)

Marel 12
Marel 12
© BIG (VB MYND/BIG)

Hlynur Ævar Pétursson, 25 ára gamall starfsmaður Marel og Tómas G. Guðjónsson, sem hefur starfað hjá Marel í 25 ár hringdu kauphallarbjöllunni í tilefni 25 ára afmælisins.

Marel 13
Marel 13
© BIG (VB MYND/BIG)

Þeir starfsmenn sem hafa verið hvað lengst af með Marel, sumir alveg frá byrjun, stilltu sér upp fyrir myndatöku. Talið frá vinstri eru þetta þeir Tómas Ríkharðsson, Bragi Ólafsson, Jón Þór Ólafsson, Hreinn Vilhjálmsson, Pétur Jónsson, Pétur Guðjónsson, Geir A. Gunnlaugsson fv. forstjóri og Jón Reynir Vilhjálmsson.

Marel 14
Marel 14
© BIG (VB MYND/BIG)

Marel 15
Marel 15
© BIG (VB MYND/BIG)