Kynningarfundur um viðskiptahraðalinn Startup Tourism fór fram í hádeginu í gær í Norræna húsinu en hann er hugsaður fyrir nýjar lausnir og afþreyingu í ferðaþjónustu. Markmið Startup Tourism er að hvetja til nýsköpunar á sviði ferðaþjónustu, styrkja stoðir nýrra fyrirtækja, fjölga afþreyingarmöguleikum og stuðla að dreifingu ferðamanna víðsvegar um landið, allan ársins hring.

Óskað er eftir ferskum hugmyndum að afþreyingu eða nýjum lausnum sem styrkt geta innviði greinarinnar en viðskiptahraðallinn hefst í þriðja sinn þann 15. janúar 2018. Fá tíu fyrirtæki þjálfun, leiðsögn og endurgjöf yfir tíu vikna tímabil, en umsóknarfresturinn er til og með 11. desember næstkomandi.

Ár hvert eru tíu fyrirtæki valin til þátttöku sem fá aðgang að fullbúnu skrifstofurými meðan á verkefninu stendur og gefst kostur á að njóta fræðslu og þjálfunar og þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta, lykilaðila á sviði ferðaþjónustu og annarra sérfræðinga og stjórnenda, þeim að kostnaðarlausu.

Meðal fyrirtækja sem tekið hafa þátt í Startup Tourism eru Buubble, Bergrisi, The Cave People, og Myshopover en bakhjarlar Startup Tourism eru Isavia, Íslandsbanki, Bláa Lónið og Vodafone. Icelandic Startups sér um framkvæmd verkefnisins í samstarfi við Íslenska ferðaklasann.

Samhliða mikilli fjölgun ferðamanna síðustu ár hefur nýjum viðskiptatækifærum í greininni einnig fjölgað. Mikil gróska er í nýsköpun í ferðaþjónustu og hafa mörg áhugaverð fyrirtæki litið dagsins ljós. Umsóknum í verkefnið fjölgaði í fyrra um 30% á milli ára, en stuðningur við fyrirtæki á fyrstu skrefum getur skipt sköpum fyrir árangur á sífellt stækkandi markaði segir í kynningu á fundinum.

Á fundinum fjallaði Andri Heiðar Kristinsson, stofnandi og framkvæmdarstjóri Travelade um tækifæri Íslands í alþjóðlegri ferðaþjónustu auk þess sem mentor ársins 2017 var verðlaunaður, en hátt í 100 sérfræðingar, stjórnendur, reyndir frumkvöðlar, fjárfestar og aðrir lykilaðilar í ferðaþjónustu leggja verkefninu lið með því að miðla af reynslu sinni og opna á dýrmæt tengslanet þátttakendum til framdráttar.

Svava Björk Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups stýrði fundinum
Svava Björk Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups stýrði fundinum
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Svava Björk Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups stýrði fundinum.

Erla Jóhannsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Siglo Ski Lodge tók þátt í Startup Tourism fyrr á árinu. Hún mun deila reynslu sinni af þátttökunni
Erla Jóhannsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Siglo Ski Lodge tók þátt í Startup Tourism fyrr á árinu. Hún mun deila reynslu sinni af þátttökunni
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Erla Jóhannsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Siglo Ski Lodge tók þátt í Startup Tourism fyrr á árinu. Hún mun deila reynslu sinni af þátttökunni.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir starfandi ráðherra ferðamála var meðal gesta á fundinum
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir starfandi ráðherra ferðamála var meðal gesta á fundinum
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir starfandi ráðherra ferðamála var meðal gesta á fundinum.

Svava Björk Ólafsdóttir og Sunna Halla Einarsdóttir, verkefnastjórar hjá Icelandic Startups veittu Atla Sigurði Kristjánssyni Markaðssamskiptastjóra Bláa Lónsins viðurkenninguna mentor Startup Tourism 2017
Svava Björk Ólafsdóttir og Sunna Halla Einarsdóttir, verkefnastjórar hjá Icelandic Startups veittu Atla Sigurði Kristjánssyni Markaðssamskiptastjóra Bláa Lónsins viðurkenninguna mentor Startup Tourism 2017
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Svava Björk Ólafsdóttir og Sunna Halla Einarsdóttir, verkefnastjórar hjá Icelandic Startups veittu Atla Sigurði Kristjánssyni Markaðssamskiptastjóra Bláa Lónsins viðurkenninguna mentor Startup Tourism 2017.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)