Fjölmennt var á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands sem haldið var á miðvikudag og komust færri að en vildu því uppselt var á þingið sem haldið var á Hótel Nordica.

Aðalfyrirlesari þingsins 2018 var Andrew McAfee, einn eftirsóttasti ráðgjafi heims á sviði stafrænna tæknibreytinga en gestir gátu einnig hlýtt á danska tæknigúrúinn Tommy Ahlers sem situr í tæknirofsráði Danmerkur (d. Disuptionrådet). Tommy fræddi gesti um það hvernig danska ríkið hefur hugað að samkeppnishæfni landsins með stefnumótandi aðgerðum og sér tækniráði þeim tengdum.

Umræður með ráðherrum fylgdu í kjölfarið undir forystu Bergs Ebba Benediktssonar, framtíðarfræðings. Katrín Olga Jóhannesdóttir var jafnframt endurkjörin formaður Viðskiptaráðs. Stjórn ráðsins var auk þess kjörin og eru kynjahlutföll nánast jöfn – 47% konur og 53% karlar sem er langhæsta hlutfall kvenna í stjórn Viðskiptaráðs frá stofnun ráðsins fyrir rúmum hundrað árum.

Stjórnin samþykkti jafnframt samhljóða að leiða í lög ákvæði um kynjakvóta í stjórn ráðsins. Verður því framvegis gerð krafa um að hlutfall hvors kyns í stjórn ráðsins sé ekki lægra en 40%. Af 35 manna stjórn sem kosin var til næstu tveggja ára sátu 19 áfram frá fyrri stjórn en 16 nýir setjast í stjórnina, þar af eru 9 konur. Er hlutfall nýrra í stjórninni því tæplega 46%.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Þétt setinn bekkurinn á Viðskiptaþingi.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Sigurður Atli Jónsson

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Sigrún Ragna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Mannvits.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Andrew McAfee, aðalfyrirlesari þingsins

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður og Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofu.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Bogi Þór Siguroddsson, eigandi Johan Rönning.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Jens Einarsson (VB MYND/Jens)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var einn fyrirlesara Viðskiptaþings

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs Íslands.