Myndform ehf hefur tekið við dreifingu á kvikmyndum og sjónvarpsefni á DVD fyrir NBC Universal á Íslandi. Þar sem metnaðarfullar framtíðarhugmyndir Myndforms ehf og Universal fóru saman ákvað Universal að Myndform ehf tæki við dreifingarréttinum af SAMfélaginu sem hingað til hefur annast dreifinguna.

Í tilkynningu frá Myndformi segir að frá NBC Universal hafi komi margir mjög áhugaverðir og spennandi titlar árið 2008. Titlar sem m. a. koma út á árinu eru MAMMA MIA!: THE MOVIE - sem byggð er á ABBA söngleiknum sem farið hefur sigurför um allan heim. THE INCREDIBLE HULK – með Edward Norton í hlutverki Hulk í nýrri mynd sem byggð er á einum vinsælustu teiknimyndasögum allra tíma. THE MUMMY: TOMB OF THE DRAGON EMPEROR – sem er á þriðja myndin í Mummy seríunni og að þessu sinni fara Jet Li, Brendan Fraser og Maria Bello með aðalhlutverkin.

NBC Universal er eitt af  leiðandi fjölmiðla- og aþreyingafyrirtækjum heims í þróun, framleiðslu, og markaðssetningu á afþreyingu, fréttum og upplýsingum til áhorfenda á alheimsvísu. NBC Universal var stofnað árið 2004 eftir samruna NBC og Vivendi Universal Entertainment. NBC Universal á og rekur verðmætt safn fjölmiðla- og afþreyinganeta, kvikmyndafyrirtækja, sjónvarpsstöðva, sjónvarpsframleiðslu og heimsfræga skemmtigarða. NBC Universal er  80% í eigu  General Electric og 20% í eigu Vivendi.

Myndform ehf var stofnað árið 1984 og hafa sömu eigendur átt fyrirtækið frá upphafi. Myndform sér um dreifingu kvikmynda og DVD fyrir New Line, Spyglass, Svensk Film og önnur smærri óháð fyrirtæki. Auk þess dreifir Myndform ehf tölvuleikjum fyrir Ubisoft, Midway o.fl. Myndform ehf  á og rekur fullkomið hljóð- og myndvinnslufyrirtæki sem m.a. sér um vinnslu auglýsinga, úrvinnslu kvikmynda og DVD samsetningu. Sömu aðilar reka einnig Laugarásbíó og Borgarbíó á Akureyri.