Ef ríkissjóður bæri kostnað af því að sinna alþjónustu í póstdreifingu hér á landi næmi hann allt að 450 milljónum króna í heildina að því er fram kemur í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.

Þar af myndi þjónustan kosta um 300 milljónir króna í sveitum landsins, en þjónusta við blinda myndi kosta um 20 milljónir. Alþjónusta er skilgreind samkvæmt Evrópureglugerð sem tæki gildi ef einkaleyfi Íslandspóst yrði afnumið, þannig að bera þyrfti út A póst daginn eftir póstlagningu og borið út 5 sinnum í viku.

Það myndi kosta 125 milljónir á ári til viðbótar, en hægt væri að lækka þann kostnað með hækkuðu póstburðargjaldi.

Meira aðhald með afnámi einkaleyfis og útboði

Mælir H agfræðistofnun með því að einkaleyfi Íslandspóst yrði afnumið, en það gildir í dag fyrir bréf sem eru innan við 50 g að því gefnu að burðargjald sé innan við 2,5 falt lágmark eins og segir á vef HÍ.

Segir stofnunin að meira kostnaðaraðhald fengist svo með því að bjóða þjónustuna út, enda hafi almannaþjónusta víða verið boðin út með góðum árangri, meðal annars hér á landi.

Fleiri fréttir um Íslandspóst: