*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 23. apríl 2018 15:11

Myndi leiða flokkinn ef kallið kæmi

Sjálfstæðisflokkurinn hefur bæði á landsvísu og í Reykjavíkurborg átt erfitt með að ná vopnum sínum undanfarinn áratug.

Gunnar Dofri Ólafsson
Haraldur Guðjónsson

Guðlaugur Þór Þórðarso utanríkisráðherra hefur verið lengi í stjórnmálum, en hann var viðmælandi Viðskiptablaðsins í síðustu viku.

Finnst þér stjórnmálin hafa breyst á þessum tíma? „Það hefur verið mjög mikil endurnýjun sem hefur bæði kosti og galla. Nýju fólki fylgja ferskar hugmyndir en reynsla skiptir máli í þessu sem öðru. Ég finn á sjálfum sér hvað maður vissi lítið þegar maður byrjaði. Umræðan hefur líka breyst mikið með samfélagsmiðlum. Sumt eru breytingar til góðs. Það er gott að geta haft samband við fjölda fólks frá skrifstofunni sem þú gast ekki áður. En það neikvæða er hvað orðræðan getur verið slæm,“ segir Guðlaugur Þór og svarar því játandi að hann myndi leiða flokkinn ef eftir því væri leitast.

„Ég er mjög sáttur við að vera forystumaður hérna í Reykjavík en útiloka ekkert í framtíðinni þótt það sé ekki í kortunum. Ég styð að sjálfsögðu núverandi forystu, enda hefur hún staðið sig prýðilega.“

Erfiður áratugur fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Sjálfstæðisflokkurinn hefur bæði á landsvísu og í Reykjavíkurborg átt erfitt með að ná vopnum sínum undanfarinn áratug. „Við eigum að setja markið hærra og það er mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn nái svipuðu kjörfylgi og hann hafði. Hann hefur ávallt haft breiða skírskotun og menn þurfa að vinna í að ná henni til baka. Flokkurinn hefur sætt hörðum árásum þannig að við höfum haldið stöðu við erfiðar aðstæður.“ Nánast allir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í borginni hafa litla reynslu af sveitarstjórnarmálum. Guðlaugur Þór tekur ekki undir þetta og bendir á að frambjóðendahópurinn sé fjölbreyttur, en þar séu bæði ungir og efnilegir frambjóðendur í bland við þá reynslumeiri. Hann bendir meðal annars á reynslu Eyþórs frá Árborg.

„Hann var líka með mér á sínum tíma í borgarstjórn og hefur gert áður það sem þarf að gera í borginni – tekið við sveitarfélagi og lækkað skuldir og skatta, bætt þjónustu og sótt fram. Það er nákvæmlega það sem þarf.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim