Árlegur Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins var haldinn í 17. skipti á þriðjudaginn, með léttum morgunverði og erindum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hélt opnunarávarpið, en nafni hans, Bjarni Þór Bjarnason, sviðstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, fór svo í sínu ávarpi yfir helstu skattalagabreytingar nýs árs.

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, hélt síðan erindi undir yfirskriftinni Úr vasa heimilanna, en næst þar á eftir fjallaði María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins, um áhrif skatta á rekstrarumhverfi fasteignafélaga.

Loks ræddi Guðbjörg Þorsteinsdóttir, lögfræðingur á skatta og lögfræðisviði Deloitte, um áskoranir og álitamál í tengslum við yfirtökur, samruna og skiptingar. Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, sá um fundarstjórn.

© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, sem stýrði fundinum.

© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, sat á milli þeirra forstjóra Deloitte og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, en í erindi hennar var fjallað á áhugaverðan hátt um skattbyrði ólíkra tekjustiga í þjóðfélaginu.

Sigurður Páll Hauksson forstjóri Deloitte
Sigurður Páll Hauksson forstjóri Deloitte
© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

Sigurður Páll Hauksson, forstjóri Deloitte, var áhugasamur um erindin en þetta er í 17. sinn sem fyrirtækið heldur skattadaginn.

© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

Ekki vantaði heldur athyglina á erindunum hjá Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur, forstöðumanni mennta- og mannauðsmála hjá Samtökum iðnaðarins

© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

Starfsmenn Viðskiptaráðs, þau Ísak Rúnarsson sérfræðingur, Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur og Karen Gústavsdóttir starfsnemi létu sig ekki vanta á fundinn.

© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði, sat athugull undir erindum skattadagsins, enda hefur hann löngum verið þekktur áhugamaður um efnahagslega umgjörð þjóðfélagsins.

© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )