Á dögunum kynnti stjórnunarfélagið Stjórnvísi, niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2018, en þetta var tuttugasta árið sem ánægja viðskiptavina með íslensk fyrirtæki var mæld með þessum hætti.

Voru birtar niðurstöður fyrir 29 fyrirtæki í 9 atvinnugreinum, og viðurkenningar afhentar á fimm mörkuðum, en á fjórum mörkuðum, þar sem ekki var marktækur munur á efstu tveim sætunum, voru ekki veittar eiginlegar viðurkenningar en þau fengu blómvönd í viðurkenningarskyni. Átti það við um tryggingafélög, raforkusölur, matvörumarkaði og banka.

Á eldsneytismarkaði var bensínstöð Costco í efsta sæti, og jafnframt fékk félagið hæstu einkunn allra fyrirtækja fyrir bensínstöðina en taka verður fram að á smásölumarkaði var félagið með þriðju lægstu einkunnina. Nova var efst á farsímamarkaði, Vínbúðir ÁTVR efst á smásölumarkaði, BYKO efst á byggingavörumarkaði og Icelandair efst á flugmarkaði.

Starfsmenn Sjóvá fagna þau Ásdís Helgadóttir, Hrönn Sigurðardóttir, Sigríður Helga Árnadóttir, Hafsteinn Esekíel Hafsteinsson, Hermann Björnsson, Auður Daníelsdóttir, Elín Þórunn Eiríksdóttir og María Guðmundsdóttir.
Starfsmenn Sjóvá fagna þau Ásdís Helgadóttir, Hrönn Sigurðardóttir, Sigríður Helga Árnadóttir, Hafsteinn Esekíel Hafsteinsson, Hermann Björnsson, Auður Daníelsdóttir, Elín Þórunn Eiríksdóttir og María Guðmundsdóttir.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Starfsmenn Sjóvár fagna því að hafa orðið efst tryggingarfélaga í Íslensku ánægjuvoginni, þau Ásdís Helgadóttir,
Hrönn Sigurðardóttir, Sigríður Helga Árnadóttir, Hafsteinn Esekíel Hafsteinsson, Hermann Björnsson, Auður Daníelsdóttir, Elín Þórunn Eiríksdóttir og María Guðmundsdóttir.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Gestunum fannst greinilega gaman að því sem fram fór á árlegum atburði Stjórnvísi.

Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar.
Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, tók við verðlaunum fyrir hönd fyrirtækisins, en Krónan var efst matvöruverslana.

Fulltrúi Costco tekur við viðurkenningu fyrir ánægðustu viðskiptavini Íslands vegna olíusölu félagsins.
Fulltrúi Costco tekur við viðurkenningu fyrir ánægðustu viðskiptavini Íslands vegna olíusölu félagsins.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Fulltrúi Costco mætti til að taka við viðurkenningu Íslensku ánægjuvogarinnar, en bensínstöð félagsins fékk hæstu einkunn allra fyrirtækja í þetta sinn.

Erna Gísladóttir forstjóri BL
Erna Gísladóttir forstjóri BL
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Erna Gísladóttir, forstjóri BL.

Margrét Tryggvadóttir forstjóri Nova.
Margrét Tryggvadóttir forstjóri Nova.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova.