Ársfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fór fram á dögunum. Á fundinum var ný stjórn samtakanna kosin, en Jens Garðar Helgason var endurkjörinn formaður og ávarpaði hann fundinn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hélt einnig ávarp.

Þá héldu þau Birna Sigrún Hallsdóttir, umhverfisverkfræðingur hjá Environice, Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup, Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, erindi. Þá voru hvatningarverðlaun sjávarútvegsins afhend sem og styrkir úr Rannsóknarsjóði síldarútvegsins.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Agnes Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Icelandic Asia og formaður Félags kvenna í sjávarútvegi, stýrði fundinum.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fylgdist grannt með gangi mála.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Einar K. Guðfinnsson, stjórnarformaður Landssambands fiskeldisstöðva.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Jens Garðar Helgason, formaður SFS, og Kristján Þór Júlíusson héldu hvor sitt ávarp á fundinum.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Vel var mætt á ársfundinn, sem fór fram í Hörpunni.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, sló botninn í fundinn með samantekt.