*

miðvikudagur, 23. janúar 2019
Innlent 12. janúar 2019 16:02

Myndir: Frumkvöðlakrafturinn virkjaður

Josh Linkner var fyrirlesari morgunverðarfundar Origo um hugsunarhátt frumkvöðla á þriðjudagsmorgun.

Ritstjórn
Josh Linkner var fyrirlesari á morgunverðarfundi Origo á þriðjudagsmorgun.
Aðsend mynd

,,Sköpunarkrafturinn er í okkur öllum," sagði Josh Linkner frumkvöðull á fyrirlestri hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo á þriðjudagsmorgun. Þar fjallaði hann um hvernig fólk getur vakið frumkvöðla- og sköpunarkraftinn innra með sér.

Josh Linker hóf feril sinn sem jassgítaristi, en hefur á liðnum árum sett á laggirnar og verið framkvæmdastjóri fimm tæknifyrirtækja sem hafa verið seld fyrir 200 milljón dollara samanlagt. Hann hefur skrifað fjórar bækur. Tvær þeirra, Disciplined Dreaming og The Road to Reinvention, gistu metsölulista New York Times en nýjasta bók hans heitir Hacking Innovation.

Josh hefur tvisvar verið nefndur frumkvöðull ársins af Ernst & Young og hefur fengið viðurkenninguna Champion of Change sem er kennd við Barack Obama. Hann mælir með að fólk gefi sér 60 mínútur í sköpun á viku.


Þorsteinn J steig einnig á svið og ræddi við Linkner.

 


Vel var mætt á fundinn.


Fundargestir fylgdust áhugasamir með.

Hér má svo sjá stutt viðtal við Linkner.