Nú á dögunum stóð Fjármálaeftirlitið fyrir morgunfundi á Grand Hótel Reykjavík. Á fundinum var samkeppnisumhverfi fjármálakerfisins til umræðu, meðal annars í ljósi mikilla tæknibreytinga, nýs regluverks og fyrirhugaðra breytinga á eignarhaldi banka í eigu ríkisins.

Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME, Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði og meðlimur í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, og Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, hagfræðingur hjá Oliver Wyman og einn höfunda Hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið, héldu erindi á fundinum.

Í kjölfar þess tóku við pallborðsumræður þar sem Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, bættist í hópinn. Fanney Birna Jónsdóttir stýrði fundinum.

Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, hagfræðingur
Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, hagfræðingur
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Hagfræðingurinn Kristrún Tinna Gunnarsdóttir ávarpar fundinn.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Gylfi Zoega varðist febrúarkuldanum fimlega, en í erindi sínu gagnrýndi Gylfi meðal annars tæknivæðingu bankanna.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Friðrik Sophusson, fyrrverandi fjármálaráðherra og fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Benedikt Gíslason, stjórnarmaður í Arion banka, lét sig ekki vanta á fundinn.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Már Guðmundsson seðlabankastjóri fylgdist einbeittur með gangi mála.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Létt var yfir fundargestum og virtust erindin falla vel í kramið hjá þeim.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir, hagfræðingur hjá SA.