SFF-dagurinn, sem haldinn var þriðjudaginn 4. desember síðastliðinn í Silfurbergi í Hörpu, var í ár helgaður þeim breytingum sem hafa orðið á fjármálageiranum undanfarinn áratug. Sjónum var jafnframt beint að þeim áskorunum og tækifærum sem hann stendur frammi fyrir við dögun fjártæknibyltingarinnar.

Höskuldur H. Ólafsson, formaður stjórnar Samtaka fjármálafyrirtækja og bankastjóri Arion banka, setti fundinn, sem hófst með ávarpi forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur. Hagfræðingur samtakanna, Yngvi Örn Kristinsson, hélt síðan erindi undir fororðinu: Skiptir íslenskur fjármálageiri máli? Árangur, staða og horfur var svo yfirskrift erindis dr. Sigríðar Benediktsdóttur, kennara við hagfræðideild Yale-háskóla í Bandaríkjunum og bankaráðsmanns í Landsbankanum. Fundarstjórn var í höndum Katrínar Júlíusdóttir, framkvæmdastjóra SFF og fyrrverandi fjármálaráðherra, og að fundi loknum var boðið upp á veitingar og „netagerð".

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, hóf fundinn með ávarpi.

Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja
Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Yngvi Örn Kristinsson talaði um mikilvægi fjármálageirans en hann er hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja.

Erna Eiríksdóttir fyrrverandi forstöðumaður fjárfestatengsla hjá Eimskip og stjórnarmaður í Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð, Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og Katrín Olga Jóhannesdóttir formaður Viðskiptaráðs
Erna Eiríksdóttir fyrrverandi forstöðumaður fjárfestatengsla hjá Eimskip og stjórnarmaður í Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð, Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og Katrín Olga Jóhannesdóttir formaður Viðskiptaráðs
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Erna Eiríksdóttir, fyrrverandi forstöðumaður fjárfestatengsla hjá Eimskip og stjórnarmaður í Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð, Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, og Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs, hlustuðu einbeittar á erindi ræðumanna.

Friðrik Sophusson stjórnarformaður Íslandsbanka
Friðrik Sophusson stjórnarformaður Íslandsbanka
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka og fyrrverandi fjármálaog þar áður iðnaðarráðherra lét sig ekki vanta þegar rætt var um byltinguna í fjártækni.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Góð mæting var á SFF daginn sem haldinn var í Silfurbergi í Hörpu, en í ár var einblítt á komandi fjártæknibyltingu.