*

föstudagur, 26. apríl 2019
Innlent 22. mars 2019 18:01

Myndir: Nýsköpunarmót Álklasans

Áljeppi var frumsýndur á nýsköpunarmótinu sem haldið var í hátíðarsal HÍ, auk þess sem nemendur fengu hvatningarverðlaun.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Nýsköpunarmót Álklasans var haldið í hátíðarsal Háskóla Íslands á þriðjudaginn en að mótinu standa bæði HÍ og HR, Samtök iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samál auk Álklasans.

Þar var meðal annars til umfjöllunar framþróun á sviði snjallvæðingar, minni orkunotkunar og tæknilausna í áliðnaði. Auk ávarpa Sigurðar Magnússonar Garðarssonar forseta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands og Gísla Hjálmtýssonar, sviðforseta hjá Háskólanum í Reykjavík voru haldin fjölmörg erindi.

Hér má sjá ræðumennina og yfirskrift erinda þeirra:

 • Torfi Þórhallsson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands – Snjallvæðing í áliðnaði 
 • Guðmundur Ingi Einarsson, Alcoa Fjarðaál – Sjálfvirk þekjun skauta
 • Kristján Leósson, DTE   - Efnagreining áls í rauntíma
 • Einar Karl Friðriksson, Árnason Faktor - Hugverkavernd í áliðnaði 
 • Leo Blær Haraldsson, Eflu – Varmaendurvinnsla frá Fjarðaáli 
 • Breki Karlsson, HRV – Orka og kolefni, sparnaður sem um munar 
 • Sunna Wallevik, NMÍ, Gerosion – Nýting affalsefna 
 • Guðrún Sævarsdóttir, HR – Straumhönnun fyrir kísilver

Þá var sýndur fyrsti raðframleiddi íslenski jeppinn, sem framleiddur er úr áli og er í þróun hjá sprotafyrirtækinu Ísar, en grindin af honum var afhjúpuð á Nýsköpunarmótinu fyrir tveimur árum. Guðbjörg Óskarsdóttir, klasastjóri Álklasans og forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, afhenti einnig hvatningarviðurkenningar til háskólanema.

Garðar Lárusson, ráðgjafi á sviði smávirkjana og fyrrverandi ráðgjafi NATO í Afganistan, stillti sér upp með áljeppanum.

Sigurður Magnús Garðarsson forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands hélt erindi.

Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, og Stefán Þór Helgason, starfsmaður KPMG, veittu ræðumönnum fulla athygli.

Gísli Hjálmtýsson sviðsforseti hjá Háskólanum í Reykjavík ræddi einnig við fundargesti.

Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar var kímin á svip yfir erindunum.

Torfi Þórhallsson hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands hélt fyrirlestur um snjallvæðingu í áliðnaði.

Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, lét sig ekki vanta.

Dagmar Ýr Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls mætti einnig upp í pontu.

Guðbjörg Óskarsdóttir, klasastjóri Álklasans, hlustaði grannt á erindi fundarmanna.

Sunna Ólafsdóttir Wallevik, efnafræðingur, og stofnandi og framkvæmdastjóri Gerosion hlustaði af andtakt.

Einar Karl Friðriksson ráðgjafi á einkaleyfasviði og meðeigandi í Árnason Faktor.

Guðrún Sævarsdóttir, dósent í verkfræði við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Alcoa Fjarðarál.

Edda Lilja Sveinsdóttir gæðastjóri hjá Rio Tinto á Íslandi.

Halldór Blöndal hagyrðingur og fyrrverandi ráðherra leiddist ekki á fundinum.

Bjarni Már Gylfasson upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi.

Fundargestir á öllum aldri fylgdust grannt með gangi mála.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

 • - Viðskiptablaðið sent heim
 • - Vefaðgangur að vb.is
 • - Frjáls verslun sent heim
 • - Fiskifréttir sent heim