*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 25. nóvember 2018 18:01

Myndir: Nýtt landslag í flugi

Rætt var um áhrif kaupa Icelandair á Wow á þéttsetnum fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga og Íslenski ferðaklasinn.

Ritstjórn
Pétur Þ. Óskarsson, Elín Árnadóttir og Kristján Sigurjónsson sáu um umræðuhluta viðburðarins.
Haraldur Guðjónsson

Félag viðskipta- og hagfræðinga og Íslenski ferðaklasinn héldu fyrr í vikunni hádegisviðburð í húsi Íslenska ferðaklasans. Yfirskrift fundarins var „Nýtt landslag í flugi“.

Meðal þess sem rætt var á fundinum var hver áhrif kaupa Icelandair Group á Wow air verði og hverjar rekstrarhorfur flugs og ferðaþjónustu séu á komandi misserum.

Kristján Sigurjónsson, ritstjóri vefmiðilsins Túristi.is, hélt aðalerindi fundarins og að loknu erindi hans tóku við umræður með þeim Elínu Árnadóttur, aðstoðarforstjóra Isavia, og Pétri Þ. Óskarssyni, framkvæmdastjóra Íslandsstofu, auk fyrrnefnds Kristjáns.

Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista.

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA og stjórnarmaður í FVH, var fundarstjóri.

Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

Mjög góð mæting var á viðburðinn og bekkurinn þéttsetinn.

Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs.

Jónína Bjartmarz, fyrrverandi ráðherra.

Stefán Þór Helgason, fyrrum verkefnastjóri hjá Icelandic Startups, og núverandi starfsmaður KPMG.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim