*

mánudagur, 18. febrúar 2019
Innlent 6. janúar 2015 13:53

MYNDIR: Viðskiptaverðlaunin 2014

Hagar fengu viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins sem afhent voru á Hótel Sögu þann 30. desember síðastliðinn.

Ritstjórn

Tilkynnt var um viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins við hátíðlega athöfn á Hótel Sögu þann 30. desember síðastliðinn. Tímarit Viðskiptablaðsins, Áramót, kom jafnframt út sama dag í tilefni útnefningarinnar.

Það voru Hagar sem fengu viðskiptaverðlaunin þetta árið og tók Finnur Árnason, forstjóri fyrirtækisins, við verðlaununum úr hendi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra.

Fullt var út úr dyrum á Grillinu á Hótel Sögu við afhendingu verðlaunanna eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.