Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,58% í viðskiptum dagsins í dag og endaði í 1.764,77 stigum. Mest var hækkunin á gengi bréfa N1, sem hækkuðu um 3,88% eftir útgáfu afkomuviðvörunar í morgun, þar sem sagði að útlit væri fyrir betri afkomu en fyrri spár hefðu gert ráð fyrir.

Gengi bréfa Skeljungs hækkuðu einnig, eða um 2,82% og Regins um 1,25%. Velta á hlutabréfamarkaði nam 1.308 milljónum króna og var veltan mest í viðskiptum með bréf Marels, eða 383,4 milljónir króna.

Velta á skuldabréfamarkaði nam 1.237 milljónum króna, en afar lítil hreyfing var á ávöxtunarkröfu helstu skuldabréfaflokka.