Gengi hlutabréfa í olíufélaginu N1 hafa hækkað ríflea það sem af er morgni. Þegar þetta er skrifað hefur gengi hlutabréfa félagsins hækkað um 4,84% í 611 milljón króna viðskiptum.

Síðastliðinn föstudag var tilkynnt um að N1 og SF V hafi undirritað samkomulag vegna kaupa N1 á öllu hlutafé í Festi , sem rekur meðal annars Krónuna, Nóatún, ELKO og Kjarval. Festir er næst stærsta smásölufyrirtæki landsins. Á föstudaginn hækkaði gengi bréfa í N1 um 9,7% í tæplega 1,2 milljarða króna viðskiptum.