Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,17% í dag og stendur nú í 1,783.23 stigum. Hún hefur hækkað um 1,03% frá áramótum. Heildarvelta á mörkuðum nam 8,8 milljörðum. Þar af var velta á hlutabréfamarkaði 2,24 milljarðar og á skuldabréfamarkaði 6,6 milljarðar.

Gengi hlutabréfa N1 hækkaði um 1,94% í 930,7 milljón króna viðskiptum. N1 var eina félagið sem hækkaði í dag. Gengi hlutabréfa Icelandair lækkaði um 1,59% í 263,4 milljón króna viðskiptum. Einnig lækkaði gengi hlutabréfa Marel um 1,68% í 136 milljón króna viðskiptum.

Utan úrvalsvísitölufélaga hækkaði ekkert félag í viðskiptum dagsins. Gengi hlutabréfa Sjóva lækkaði í dag um 1,96% í 126,5 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 0,5% í dag í 8,4 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 1,2% í dag í 2,2 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,2% í dag í 6,1 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,4% í 0,1 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,3% í 5,9 milljarða viðskiptum.