*

sunnudagur, 24. júní 2018
Innlent 8. september 2017 07:47

N1 kaupir til baka vöruhús

Eftir að hafa selt 9 þúsund fermetra vöruhús fyrir fimm árum til leigufélags kaupir N1 það aftur til baka.

Ritstjórn

Olíufélagið N1 hefur keypt vöruhús sitt að Klettagörðum 13 til baka fyrir 1.653 milljónir eftir að hafa selt hana fyrir fimm árum síðan. N1 seldi vöruhúsið, þar sem einnig er rekin fyrirtækjaverslun, árið 2012 til FAST-2, gegn 10 ára leigusamningi, auk ákvæðis um kauprétt að 5 eða 10 árum liðnum.

Um er að ræða 8.926 fermetra húsnæði, sem nú mun ekki lengur standa til tryggingar á útgáfu skuldabréfa FAST-1 slhf., móðurfélags leigufélagsins. Verður söluandvirðið að fullu nýtt til niðurgreiðslu á skuldum félagsins að því er segir í fréttatilkynningu um kaupin.

Stikkorð: N1 skuldabréf sala leiga Kaup Fast-1 slhf. Fast-2 ehf.