Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,46% í dag og stendur því nú í 1.751,04 stigum. Heildarvelta á mörkuðum nam 2,7 milljörðum króna. Velta á hlutabréfamarkaði nam 516 milljónum króna og var velta á skuldabréfamarkaði 2,1 milljarðar króna.

Gengi hlutabréfa N1 lækkaði um 1,27% í 116 milljón króna viðskiptum. Einnig lækkaði gengi bréfa Nýherja um 1,7% en í tiltölulega litlum viðskiptum eða 13,5 milljón króna veltu.

Mest velta var með bréf Eikar fasteignafélags en heildarviðskipti dagsins með bréf félagsins nam 184,7 milljón króna og lækkaði gengi bréfa félagsins um 0,67%.  Hins vegar hækkaði gengi bréfa Marels um 0,76% í 81,5 milljón króna viðskiptum.