*

fimmtudagur, 23. maí 2019
Innlent 27. júní 2017 16:37

N1 lækkar um 2,06%

Gengi hlutabréfa N1 lækkaði um ríflega 2 prósentustig og gengi Haga um 3 prósentustig.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,79% og stendur því nú í 1.781,83 stigum. Heildarvelta á mörkðum nam 6,7 milljörðum króna, þar af nam vaelta á hlutabréfa markaði 1,3 milljarði og 5,4 milljörðum á skuldabréfabréfamarkaði. 

Gengi hlutabréfa N1 lækkaði um 2,06% í 175,2 milljóna króna viðskiptum. Einnig lækkaði gengi Haga talsvert eða um 3% í 46,5 milljóna króna viðskiptum. Eina félagið sem hækkaði í viðskiptum dagsins var Icelandair, en gengi hlutabréfa félagsins hækkaði um 0,48% í 301,9 milljón króna viðskiptum, en mest velta var með bréf Icelandair.  

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 0,3% í dag í 6,7 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,7% í dag í 1,2 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í dag í 5,4 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 0,3 milljarða. viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,5% í 5,1 milljarða viðskiptum.  

Stikkorð: N1 markaður Kauphöllin lækkanir
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim