Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hefur lækkaði um 0,24% í 4,2 milljarða viðskiptum í dag. Er hún nú komin niður í 1.792,60 stig. Aðalvísitala skuldabréfa hefur hins vegar hækkað um 0,06% í tæplega 1,7 milljarða viðskiptum og hefur hún náð upp í 1.364,91 stig.

Mest hækkun varð á gengi bréfa N1, sem hækkuðu um 1,58% í 247 milljón króna og standa þau nú í 128,50 krónum hvert bréf. Næst mest hækkun varð á bréfum Haga hf, eða fyrir 1,43% í 464 milljóna króna viðskiptum og fór gengi bréfanna upp í 42,70 krónur.

Mest viðskipti voru svo með bréf Marel, eða fyrir 2,2 milljarða en verð bréfanna stóð í stað, í 375,50 krónum. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá fyrr í dag keypti félagið bréf í sjálfum sér fyrir 1.885 milljónir króna.

Mest lækkun var á gengi bréfa Origo eða 0,90% en það ar í litlum viðskiptum eða fyrir rétt um 22 milljónir króna og fóru bréfin niður í 24,50 krónur hvert bréf.

Næst mest lækkun var á gengi bréfa Eikar fasteignafélags, eða sem nam 1,42% í 186 milljón króna viðskiptum. Stendur gengi bréfanna nú í 9,74 krónum.