Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,66% og stendur nú í 1.815,59 stigum. Hún hefur hækkað um 6,14% frá áramótum. Heildarvelta á mörkuðum í dag nam 10,7 milljörðum króna, þar af var veltan á skuldabréfamarkaði 7,7 milljarðar og 2,8 á hlutabréfamarkaði.

Gengi hlutabréfa Haga lækkaði um 2,47% í dag í 241,6 milljón króna viðskiptum. Kaupverð hvers bréfs hjá félaginu í lok dags er því 47,1 króna samanborið við 55,2 krónum frá þann 24. maí síðastliðinn. Gengi bréfa N1 lækkaði einnig talsvert í dag eða um 2% í 1,98%. Mest hækkaði gengi Icelndair en bréf félagsins hækkuðu í verði um tæpt prósentustig í 291,8 milljón króna viðskiptum.