Gengi N1 á markaði hefur hækkað nokkuð á markaði í morgun, eða um 3,88% í 339 milljón króna viðskiptum, og fæst hvert bréf félagsins þegar þetta er skrifað á 120,50 krónur.

Einnig hefur gengi bréfa Vís hækkað nokkuð, eða um 3,16% í 148 milljón króna viðskiptum og eru bréf félagsins nú verðlögð á 10,78 krónur.

Sjóvá-Almennar hafa einnig hækkað ágætlega á markaði eða um 2,13%, í 174 milljón króna viðskiptum. Stendur gengi bréfanna nú í 19,15 krónum.

Úrvalsvísitala n hefur einnig hækkað eða um 1,39%, en einu félögin sem hafa lækkað í verði það sem af er viðskiptum í morgun eru Skeljungur og Icelandair.

Skeljungur hefur lækkað um 0,32% í 56 miljlón króna viðskiptum svo bréf þess eru nú verðlögð á 6,17 krónur. Gengi Icelandair hefur svo lækkað um 0,28% í 101 milljón króna viðskiptum og er gengi þeirra nú 14,25 krónur.