Gengi hlutabréfa N1 rýkur upp í viðskiptum það sem af er morgni. Þegar þetta er skrifað hefur gengi hlutabréfa félagsins hækkað um 8,19 prósentustig í 362 milljón króna viðskiptum.

Fyrr í morgun var tilkynnt um að N1 og SF V hafi undirritað samkomulag vegna kaupa N1 á öllu hlutafé í Festi , sem rekur meðal annars Krónuna, Nóatún, ELKO og Kjarval og er næst stærsta smásölufyrirtæki landsins. Heildarvirði Festis er 37,9 milljarðar samkvæmt samkomulagi aðilanna, en kaupverðið mun ráðast af skuldastöðu Festis við afhendingu.