N1 hefur sagt upp samningi við auglýsingastofuna Fíton. Uppsögnin tók gildi um áramótin.

Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri Fítons, segir þetta vera ákvörðun N1 eftir farsælt samstarf til margra ára. „Nýjum mönnum fylgja nýir siðir. Nýr forstjóri er tekinn við hjá N1 og fátt um þetta að segja. Áhrifin á rekstur Fítons eru lítil en þess má geta að Bílanaust, sem var þar til nýlega hluti af rekstri N1, verður áfram i viðskiptum hér.

Það má segja að þegar einn fer þá annar kemur og sem betur fer höfum við hjá Fíton samið um nokkur stærri verkefni og við nokkra viðskiptavini á síðustu vikum og mánuðum.“

Katrín Guðjónsdóttir, markaðsstjóri N1, segir ástæðuna fyrir uppsögninni vera að fá nýja vinda inn í markaðsstarf fyrirtækisins. Hún segir að þetta hafi verið ákvörðun í framhaldi af skipulags- og áherslubreytingum innan fyrirtækisins.