Olíusölufélagið N1 hefur gefið út yfirlýsingu vegna opinberra draga að frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins. Í yfirlýsingunni segir að N1 fagni útkomu skýrslunnar, þótt félagið sé gagnrýnið á meginniðurstöður hennar.

Telja forsendur SE rangar

Í frummatsskýrslunni kemur það fram að bensínverð sé óþarflega hátt og að neytendur séu látnir greiða 4-4,5 milljarða á ári hverju í bifreiðaeldsneyti sem þeir þyrftu ekki að greiða ef samkeppni væri sanngjörn.

N1 telur mat SE byggjast á röngum forsendum, þar sem eldsneytisverð á Íslandi geti ekki verið borið saman við verð í Bretlandi, þar sem er stærri og þéttbýlli markaður. Aukreitis sé innflutningskostnaður sérstaklega mikill á eylandinu Íslandi.

Lóðrétt og þegjandi

Annað sem fram kemur í skýrslu SE er að bæði ríki þegjandi og lóðrétt samhæfing á smásölumarkaðnum.

Þetta sé að hluta til vegna gagnsæis á markaðnum sem leiði til þegjandi samhæfingar milli markaðsaðila sem og þeirrar staðreyndar að öll félögin starfi á flestum stigum markaðsins og því sé ekki næg sérhæfing sem ýtir undir samkeppni.

Að mati félagsins er mikil og hörð samkeppni á íslenskum eldsneytismarkaði í smásölu, þar sem hvert og eitt fyrirtæki eyði mikilli orku og tíma í að keppa um athygli neytenda með tilboðum og afsláttarleiðum. Ekkert þegjandi samþykki sé um eldsneytisverð milli fyrirtækjanna.

Reglugerðarkraðak

Að lokum snertir yfirlýsing N1 á því að skýrsla SE fjalli um að regluverk, skipulagsmál og lagaumhverfi á markaðnum sé ekki til þess fallið að auka samkeppni.

N1 tekur undir þessu sjónarmið og segist myndu fagna því ef endurbótum væri komi á í þessum efnum, sérstaklega bhvað varðar umgjörð Flutningsjöfnunarsjóðs, sem skýrsla SE fjallar um.