Ný könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur.

Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem eru á þingi og hafa verið að hittast á fundum og ræða væntanlegt stjórnarsamstarf eru hins vegar með nauman meirihluta eða væntanlega 33 þingmenn, sem er þremur þingmönnum færra en síðasta könnun benti til.

Niðurstaðan er sem hér segir í könnuninni:

  • 22,5% - Sjálfstæðisflokkurinn
  • 21,2% - Píratar
  • 16,8% - Vinstri græn
  • 11,4% - Viðreisn
  • 10,2% - Framsóknarflokkurinn
  • 6,7% - Björt framtíð
  • 5,7% - Samfylkingin