Nýlega hafa borist tölur frá Bandaríkjunum þar sem að fram kemur að atvinnuleysi haldist nokkuð stöðugt þó eru ný störf að verða til. Í grein LA Times er rýnt í þessar tölur fyrir ágúst mánuð.

Þar kemur fram að af þeim 151 þúsund nýju störfum, sem sköpuðust í Bandaríkjunum í ágúst, þá þá urðu um 63 þúsund þeirra til í Kaliforníu-fylki. Það þýðir að 42% af nýjum störfum í Bandaríkjunum sem urðu til í ágústmánuði urðu til í Kaliforníu.

Áhugavert er að skoða stærð hagkerfis Kaliforníu í samanburði, en ef það er miðað við hagkerfi þjóðríkja, þá er það svipað á stærð og hagkerfi Frakklands ef tekið er mið af vergri landsframleiðslu. Ef að ríkið væri sjálfstætt þá væri það sjötta stærsta hagkerfi heimsins.