Ísland er í öðru sæti á lista Bloomberg yfir heilbrigðustu þjóðirnar. Listinn ber heitið Bloomberg Global Health Index og nær til 163 ríkja. Ríkið sem trónir á toppi listans, Ítalía, er þó ekki endilega fyrsta ríkið sem kæmi upp í hugann.

Þrátt fyrir að Ítalía sé meðal þróuðustu ríkjum heims, hefur hægt talsvert á vexti efnahagsins, stór hluti ungs fólks er atvinnulaus, og er ítalska ríkið talsvert skuldsett. Þó eru Ítalir í talsvert betra formi en Ameríkanar, Kanadabúar, og Bretar, sem glíma við háan blóðþrýsting, of hátt kólesteról og geðsjúkdóma.

Í rannsókn Bloomberg er litið til hinna ýmsu þátta til að mæla heilbrigði. Til að mynda: Ævilíkur einstaklings samkvæmt útreiknuðu meðaltali, dánarorsök einstaklinga, og heilsufarsbresti á borð við hás blóðþrýstings, tóbaksnotkunar sem og vannæringar og aðgengi að hreinu vatni.

Ísland er eins og áður segir í öðru sæti listans með einkunnina 91,21 af 100 mögulegum og við fylgjum fast á hæla Ítalanna sem eru með einkunnina 93,11. Á eftir Íslandi fylgja Sviss, Singapúr og Ástralía. Einnig er bent á í umfjölluninni að það eitt að lifa í einu af ríkustu löndum heims gæti einnig haft neikvæð áhrif. Þá er sérstaklega minnst á að vera í ofþyngd. Bandaríkin koma til dæmis verr út úr samanburðinum vegna þessa.

Heilbrigðustu þjóðirnar
Heilbrigðustu þjóðirnar

Heimild: Bloomberg.