*

sunnudagur, 17. febrúar 2019
Innlent 27. mars 2016 11:04

Nafnið Sæplast tekið upp á ný

Plastverksmiðjan Sæplast á Dalvík hefur aftur tekið upp fyrra nafn.

Ritstjórn

Plastverksmiðjan Sæplast á Dalvík hefur aftur tekið upp fyrra nafn, en það var ákveðið eftir að RPC Group keypti Promens, móðurfélag Sæplasts.

Um nokkurra ára skeið hafði verksmiðjan á Dalvík borið nafn móðurfélagsins, en gamla nafnið hefur nú verið tekið upp. Greint var frá þessu í tengslum við framkvæmdastjóraskipti hjá Sæplasti, en Hólmar Svansson hefur tekið við af Daða Valdimarssyni.

Stikkorð: Sæplast