Rúmri öld eftir að hið fræga skip RMS Titanic sökk í Atlantshafinu hefur ástralskur milljarðamæringur greint frá áformum sínum um að byggja nákvæma eftirlíkingu og sigla henni um höfin sjö. Heitir báturinn því frumlega nafni Titanic II og verður tilbúinn til notkunar árið 2018.

Skip þetta hefur verið í nokkur ár í bígerð en viðskiptajöfurinn Clive Palmer staðfesti nýlega að nú yrði það að veruleika. Palmer vill að skipið verði sem allra líkast Titanic. Áhöfnin mun telja 900 manns í stað 885 og skipið verður u.þ.b. einum metra en hið upprunalega. Það mun sigla á sama hámarkshraða, 24 hnútum.

Stærsti munurinn felst í fjölda björgunarbáta. Hið upprunalega Titanic, sem sökk árið 1912 eftir að hafa klesst á borgarísjaka, gat einungis bjargað 1.178 manns. Helsta forgangsatriði Titanic II er að hafa nóg af björgunarbátum til að geta bjargað öllum farþegum ef illa fer.

Á skipinu verða sömu farrými og veitingastaðir og á upprunalega skipinu. Farþegar á fyrsta farrými munu hafa aðgang að hágæðaveitingastöðum á meðan farþegar á þriðja rými þurfa að láta sér nægja huggulega kaffiteríu. Ekki verða sjónvörp eða tölvur um borð frekar en voru á skipinu árið 1912.

Með því að smella hér má sjá kynningarmyndband sem gert var fyrir hið nýja Titanic skip árið 2013.