Nýjustu rannsóknir NASA gefa til kynna að vatn sé að finna á plánetunni Mars. John Grunsfeld, yfirmaður hjá NASA, segir að stofnunin hafi lengið leitað að vatni á plánetunni í þeirri von um að finna líf þar í framhaldinu. Nú sé hún loksins komin með sannanir fyrir því sem lengi hafði verið spáð. Þetta kemur fram í frétt NBC News.

Michael Meyer, yfirmaður hjá NASA, tekur í sama streng í viðtali við Guardian . Þar segir hann að uppgötvunin auki líkurnar á að líf geti þrifist á Mars. „Það er vatn í fljótandi formi á yfirborði Mars. Af þessu drögum við þá ályktun að það sé mögulegt að hafa lífvænt umhverfi á plánetunni í dag.“

Ekki hefur verið staðfest hvaðan vatnið á upptök sín. Gæti það hafa komið úr andrúmsloftinu, jörðinni sjálfri eða jafnvel frá báðum stöðum.