*

laugardagur, 19. janúar 2019
Fólk 16. maí 2018 10:20

Natan ráðinn til Advania

Natan mun vinna að því að þróa lausnir sem byggja á blockchain-tækninni.

Ritstjórn
Natan Örn Ólafsson

 

Natan Örn Ólafsson hefur verið ráðinn til Advania til að þróa lausnir sem byggja á blockchain-tækni. Hann mun einnig veita ráðgjöf til viðskiptavina Advania sem hafa áhuga á að nýta sér tæknina.

Blockchain eða gagnakeðja er tæknin sem viðskipti með rafmyntir byggir á. Þó rafmyntirnar séu umdeildar er tæknin sem viðskiptin byggja á afar snjöll og er sú nýja tækni sem mest var fjárfest í í heiminum í fyrra. Advania hefur ákveðið að stíga af fullum þunga inn á þennan nýja vettvang tækniframfara.

„Við hjá Advania höfum trú á að ómæld tækifæri felist í blockchain-tækninni og við ætlum að vera leiðandi í að aðstoða fyrirtæki og hið opinbera á Íslandi við að þróa lausnir sem byggja á þessari tækni. Ráðning Natans er liður í þeirri sókn,“ segir Heiðar Karlsson forstöðumaður viðskiptaþróunar Advania.

„Með blockchain-tækninni er verið að búa til umhverfi þar sem hægt er að stunda örugg viðskipti án milliliða. Blockchain mun verða hið nýja burðarlag sem einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir geta nýtt í  viðskiptum. Segja má að þetta séu svipuð tímamót og þegar internetið var að fæðast. Það er mjög spennandi að taka þátt í þessari þróun ,“ segir Natan.

Hann er með BS-gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum Reykjavík og starfaði hjá Arion banka í tæp sex ár við fram- og bakendaforritun.

Stikkorð: Advania