Meðal þeirra frumvarpa sem Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra mun leggja fram byggða á skýrslu nefndar um framtíðarskipan húsnæðismála munu nokkur snúa að umbótum á leigumarkaði. Þá vill hún t.a.m. sameina vaxtabætur og húsaleigubætur í eitt húsnæðisbótakerfi og miða þann stuðning við efnahag en ekki búsetuform.

Í samtali við Fréttablaðið í morgun kemur fram að hún telur þörf á því að skilgreina hvað teljist langtímahúsnðisleiga og að búa verði til hvata fyrir fólk til að það sjái sér hag í að leigja til lengri tíma. Slíkt verði gert með því að bæta samtímis stöðu leigjenda og leigusala. Í smíðum eru nokkur frumvörp byggð á skýrslunni sem lögð verða fram á haust- og vorþingi.