Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir að neikvæðar fréttir af stöðu efnahagsmál geti dregið úr einkaneyslu og fjárfestingu heimila og fyrirtækja að því er fram kemur á vef Mbl . Aukin óvissa um stöðu lykilatvinnuvega geti valdið því að einstaklingar verði svartsýnni á stöðu hagkerfisins. Það geti breytt neysluhegðun og fjárfestingaákvörðunum einstaklinga. Verri staða flugfélaganna Wow air og Icelandair, hár launakostnaður innanlands og komandi kjarasamningar hafa verið í deiglunni að undanförnu.

Grétar Jónsson, formaður Félags fasteignasala tekur í sama streng og Ingólfur bendir á að við fasteignakaup geti sálrænir þætti skipt miklu máli í samtali við Morgunblaðið. Neikvæðar fréttir um efnahagsmál auki líkur á að einstaklingar haldi að sér höndum og bíði með fasteignakaup.

Jón Bjarki Bents­son, aðal­hag­fræðing­ur Íslands­banka, telur að hægst hafi hraðar á hagkerfinu en búist var við. Því gæti hagvöxtur orðið lægri á þessu ári en spár hefðu gert ráð fyrir.