*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 25. október 2017 14:43

Neitunarvald í skattamálum afnumið

Forseti framkvæmdastjórnar ESB vill færa skattamál undir málefni innri markaðarins til að koma á Tobin skatti.

Ritstjórn

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sett fram tillögur um mál sem þau vilja ná í gegn fyrir næsta vor, og er þar meðal annars áætlun um að stöðva möguleika ríkja til að beita neitunarvaldi á sumum þeim sviðum sem þau geta það í dag, til að mynda í skattamálum.

Um er að ræða tillögur sem eiga að stefna að „enn lýðræðislegri Evrópu“ eins og það er orðað í stefnunni að því er Euobserver greinir frá. Hingað til hafa ríki eins og Luxembourg og Malta tekist að hamla því að skattamál séu samræmd með því að beita neitunarvaldi enda hafa skattamál hingað til verið álitin á hendi hvers þjóðríkis.

Jean-Claude Juncker forseti framkvæmdaráðsins hefur lýst því að hægt sé að nýta ákvæði Lisbon sáttmálans um innri markaðinn til að breyta skattalögum og þannig komast framhjá neitunarvaldi ríkjanna. „Ég vil að ákvarðanir verði oftar teknar með meirihlutavaldi,“ sagði Juncker og talaði hann um að þannig mætti ná fram réttlátari skattastefnu.

Nefndi hann í því samhengi skattlagningu á fjármálahreyfingar, en slík skattheimta hefur verið kölluð Tobin skattur eftir hagfræðingnum James tobin sem lagði hana til fyrst. En núverandi forsætisráðherra Luxembourg, þar sem Juncker var áður, hefur lýst sig andsnúinn slíkri skattheimtu. Líklega munu breytingarnar taka gildi 2025.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim